Næsti fræðslufundur Félags um skjalastjórn verður haldinn þriðjudaginn 19. nóvember kl. 12 í Þjóðskjalasafni Íslands.

Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar starfar í skylduskilum á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Hún sér þar um rafræn skylduskil en mikil aukning hefur verið á útgáfu efnis á rafrænu formi. Stofnanir og fyrirtæki gefa æ oftar út bækur, skýrslur, bæklinga og fleira á rafrænu formi frekar en að efni sé gefið út á prenti. Vegna þessa hefur mikilvægi rafrænna skylduskila aukist en efni sem gefið er út rafrænt, hvort sem það er eingöngu gefið út rafrænt eða einnig á prenti, er skilaskylt.
Kristjana mun í þessu fræðsluerindi fara yfir hvaða efni er skilaskylt frá stofnunum og fyrirtækjum ásamt því að fara yfir þær leiðir sem í boði eru við að skila rafrænu og prentuðu efni.
 

Skráning hér.
Skráning í streymi hér.


ATH: Félagsmenn þurfa að vera innskráðir til að geta skráð sig á viðburðinn

Hlökkum til að sjá ykkur!

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík