Næsti fræðslufundur Félags um skjalastjórn verður haldinn fimmtudaginn 21. október kl. 12 í Þjóðskjalasafni Íslands. Einnig verður streymt frá fundinum.

Október er alþjóðlegur netöryggismánuður. Í tilefni af því og í ljósi mikillar umræðu um netöryggismál undanfarið hefur Félag um skjalastjórn fengið Guðmund Arnar Sigmundsson, sviðsstjóra netöryggissveitarinnar Cert-IS til að fjalla um netöryggi á næsta fræðslufundi félagsins. Erindi Guðmundar, sem ber heitið Öryggi gagna í stafrænum heimi, mun fjalla um eftirfarandi:

  • Almenn yfirferð á netöryggi. Hvað felst í orðinu og hvernig varpast það yfir á dagleg störf þeirra sem vinna með tölvur og netið?
  • Hverjar eru helstu ógnir og hvernig er best að varast þær.
  • Skýjalausnir eða sjálfhýsing?
  • Stutt yfirferð yfir starfsemi CERT-IS.

Skráning hér.
Skráning í streymi (Teams) hér.

ATH: Félagsmenn þurfa að vera innskráðir til að geta skráð sig á viðburðinn
Hlökkum til að sjá ykkur!

Næsti fræðslufundur Félags um skjalastjórn verður haldinn þriðjudaginn 23. febrúar kl. 15  á Teams.

Gyða Ragnheiður Bergsdóttir, lögfræðingur mun koma og fræða okkur um persónuvernd og öryggisbresti.

Í erindinu verður fjallað um þá skyldu sem lögð var á ábyrgðaraðila með núgildandi persónuverndarlögum nr. 90/2018 að tilkynna öryggisbresti til Persónuverndar, og undantekningar frá henni.

Gerð verður meðal annars grein fyrir þeim kröfum sem tilkynningar um öryggisbresti verða að uppfylla, verklagi við meðferð þeirra hjá Persónuvernd og helstu tegundum þeirra öryggisbresta sem tilkynntir eru til stofnunarinnar. Þá verður sýnd tölfræði yfir þá 217 öryggisbresti sem tilkynntir voru til Persónuverndar á árinu 2020, en þar er annars vegar greint á milli öryggisbresta eftir tilkynnendum þeirra og hins vegar eftir tegundum þeirra.

Jafnframt verða reifuð dæmi frá Evrópska persónuverndarráðinu sem koma fram í nýjum leiðbeiningum ráðsins til að aðstoða ábyrgðaraðila við að meta hvenær nauðsynlegt er að tilkynna öryggisbrest til Persónuverndar og hvenær nauðsynlegt er að tilkynna öryggisbrest til hins skráða. Loks verða reifaðar þær tvær sektarákvarðanir sem Persónuvernd hefur lagt á ábyrgðaraðila vegna öryggisbresta.

Skráning á viðburðinn er hér.

 

 

Næsti fræðslufundur Félags um skjalastjórn verður haldinn þriðjudaginn 28. september kl. 12 í Þjóðskjalasafni Íslands.

 

Erindið fjallar um þær breytingar sem orðið hafa í námsbraut í upplýsingafræði í kjölfar ábendinga frá Félagi um skjalastjórn.

Ragna Kemp Haraldsdóttir, lektor í upplýsingafræði við Háskóla Íslands, mun segja stuttlega frá vinnu rýnihóps sem kom að þróun námbrautar í upplýsingafræði og þeim ákvörðunum sem teknar voru um breytingar á kjörsviði um upplýsinga- og skjalastjórn og áhrif þeirra á námið.

Eins mun Ragna fjalla um nýlegar rannsóknir sem unnar hafa verið á sviði upplýsingafræði.

Skráning hér.

Skráning í streymi (Teams)  hér


ATH: Félagsmenn þurfa að vera innskráðir til að geta skráð sig á viðburðinn

Hlökkum til að sjá ykkur!

Næsti fræðslufundur Félags um skjalastjórn verður haldinn fimmtudaginn 21. janúar kl. 15  á Teams.

thumbnail Anna Steinsen 1

Góð samskipti og gleði á krefjandi tímum. Anna Steinsen eigandi og þjálfari hjá KVAN fjallar um hvernig við getum nýtt okkur    einfaldar aðferðir við að halda í jákvæðni og gleði á krefjandi tímum og huga að jákvæðum samskiptum. Þessir þættir eru lykilatriði í því að ná árangri í lífi og starfi. 

Skráning á fræðslufundinn hér 

Næsti fræðslufundur Félags um skjalastjórn verður haldinn þriðjudaginn 18. mars kl. 16  á Teams.

Sigurður Þór Baldvinsson upplýsingafræðingur og yfirskjalavörður í utanríkisráðuneytinu verður með erindi á næsta fræðslufundi okkar.

Sigurður Þór hefur víðtæka þekkingu og reynslu og var meðal annars formaður Félags um skjalastjórn í 4 ár.   Nú í febrúar voru í fyrsta skipti birtir listar yfir mál í málaskrám allra ráðuneyta. Birtingin er í samræmi við 13. gr. upplýsingalaga þar sem segir. „Ráðuneyti í Stjórnarráði Íslands skulu birta upplýsingar úr málaskrám sínum með rafrænum hætti.

Að lágmarki ber að birta skrá yfir mál sem eru til meðferðar í ráðuneyti í tilefni af innsendu eða útsendu erindi þar sem tilgreint er málsnúmer og heiti máls. Upplýsingarnar ber að birta eigi síðar en í næsta mánuði eftir að mál er stofnað.“

Í erindinu verður fjallað um aðdragandann að birtingu fyrsta listans, álitamál sem rædd voru og hvaða áhrif birtingin hefur á uppsetningu skjalastjórnarkerfis stjórnarráðsins og verklag. Einnig verður rætt um hugsanleg önnur áhrif sem breytingin kann að hafa á skjalaskráningu og skjalastjórn í Stjórnarráðinu.

Skráning á viðburðinn er hér.

Næsti fræðslufundur Félags um skjalastjórn verður haldinn þriðjudaginn 17. nóvember kl. 12 í gegnum netið.

Að þessu sinni ætlum við að fræðast um persónuvernd og áhættumat sem framkvæma þarf í tengslum við m.a. tölvuforrit.

Jón Kristinn Ragnarsson verður með okkur og nefnist erindi hans "Samstarfs sveitarféalga í áhættumatsvinnu og hvernig það getur nýst á fleirum sviðum".

Jón Kristinn starfar sem ráðgjafi í áhættustýringu og persónuvernd og hefur gert um nokkurra ára skeið.  Seinustu ár hefur hann unnið hjá eigin fyrirtæki en fyrir það meðal annars hjá Capacent og Þekkingu. 

Í sumar vann hann að samstarfsverkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þar sem smáforrit til kennslu voru áhættumetin.  Hann ætlar að segja frá því verkefni og möguleikum í framhaldi.

Skráning á fræðslufundinn hér 

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík