Næsti fræðslufundur Félags um skjalastjórn verður haldinn þriðjudaginn 17. september kl. 12 í Þjóðskjalasafni Íslands.

Vinnsla persónuupplýsinga - helstu öryggisógnir og varnir gegn þeim
Fjallað verður um helstu öryggisógnir og varnir gegn þeim, sem allir þeir sem sýsla við persónuupplýsingar þyrftu að hafa í huga í starfi sínu í dag.

Svavar Ingi Hermannsson er einn af helstu sérfræðingum landsins í tölvuöryggismálum. Hann hefur sérhæft sig í hugbúnaðarþróun og upplýsingaöryggi undanfarin 20 ár og hefur gegnt ýmsum störfum tengt hugbúnaðarþróun og upplýsingaöryggisráðgjöf og hefur mikla reynslu í innbrotsprófunum, veikleikagreiningum, kóðarýni með tilliti til upplýsingaöryggis sem og innleiðingu og rekstri stjórnkerfa upplýsingaöryggis m.a. byggt á ISO/IEC 27001, PCI-DSS og PA-DSS.

Svavar hefur kennt við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík og var formaður faghóps um öryggismál hjá Skýrslutæknifélaginu 2007 – 2012. Svavar hefur haldið fjölda fyrirlestra á Íslandi, Þýskalandi, Svíþjóð, Bretlandi, Úkraínu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Bandaríkjunum, meðal annars á OWASP, ISC2 Secure Summits, BSides, Hacker Halted Europe og UISGCon.

Svavar er lífstíðarmeðlimur í OWASP og er með ýmsar gráður tengdar upplýsingaöryggi, meðal annars: CISSP, CISA, CISM og GSDA

 

Skráning hér.

Skráning í streymi hér.

ATH: Félagsmenn þurfa að vera innskráðir til að geta skráð sig á viðburðinn

Hlökkum til að sjá ykkur!

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík