Ágætu félagar.

Stjórn Félags um skjalastjórn boðar til aðalfundar þann 2.maí 2019 kl. 17. Fundurinn verður haldinn í Þjóðskjalasafni Íslands, Laugavegi 162 -  3. hæð.
Hér að neðan má sjá dagskrá fundarins - endilega tilkynnið þátttöku ykkar sem fyrst með því að skrá ykkur.

Skráning á aðalfund hér.

Athugið að notendur þurfa að vera innskráðir til að getað skráð sig á fundinn.


Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Reikningar félagsins bornir upp til samþykktar.
3. Árgjald ákveðið.
4. Lagabreytingar – sjá tillögu frá stjórn hér að neðan.
5. Kosning stjórnar og varamanns.
6. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
7. Önnur mál.

Að loknum aðalfundarstörfum mun Valey Jökulsdóttir meðstjórnandi í stjórn Félags um skjalastjórn kynna niðurstöður launakönnunar félagsins sem framkvæmd var í byrjun árs 2019.

Stjórn Félags um skjalastjórn leggur til eftirfarandi tillögu að lagabreytingu.

Grein 1.3. er nú eftirfarandi:    
Félagar geta allir þeir orðið sem eru hlynntir markmiðum félagsins.  Umsókn um aðild skal senda stjórn félagsins.  Félögum er skylt að greiða árgjald til félagsins. Árgjald er ákveðið á aðalfundi hverju sinni að fenginni tillögu stjórnar. Hafi félagi ekki greitt félagsgjöld í tvö ár í röð skal nafn hans fellt út af félagaskrá.

En skal framvegis vera
Félagar geta allir þeir orðið sem eru hlynntir markmiðum félagsins.  Umsókn um aðild skal senda stjórn félagsins.  Félögum er skylt að greiða árgjald til félagsins. Árgjald er ákveðið á aðalfundi hverju sinni að fenginni tillögu stjórnar. Greiðsluseðlar eru sendir til félagsmanna að hausti, hafi félagi ekki greitt félagsgjald fyrir 5. janúar skal nafn hans fellt út af félagaskrá.

Við hlökkum til að sjá sem flesta,
kveðja stjórnin.

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík