Stjórn Félags um skjalastjórn boðar til aðalfundar þann 26. apríl 2018 kl. 17. Fundurinn verður haldinn í Orkuveitu Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1 -  1. hæð.
Skráning fer fram hér - ATH. Félagsmenn þurfa að vera skráðir inn á vefsíðuna til að geta skráð sig á fundinn. 

Hér að neðan má sjá dagskrá fundarins. 

Dagskrá:

  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Reikningar félagsins bornir upp til samþykktar.
  3. Árgjald ákveðið.
  4. Lagabreytingar – sjá tillögu frá stjórn hér að neðan.
  5. Kosning stjórnar og varamanns.
  6. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
  7. Önnur mál.

Að loknum aðalfundarstörfum mun Njörður Sigurðsson sviðsstjóri Upplýsinga- og skjalasviðs ÞÍ halda erindi um alþjóðlegt verkefni á vegum sérfræðihóps Alþjóða skjalaráðsins um sameiginlega skjalaarfleið – Expert Group on Shared Archival Heritage. Hópurinn er vettvangur til umræðu og að lokum lausn á varðveislu og aðgengi að skjalasöfnum sem varða sögu og menningarlega arfleið fleiri en eins samfélags, ríkis eða svæðis þar sem ágreiningur er um forsjá, eignarhald og aðgengi að skjölunum.

Boðið verður upp á léttar veitingar. 

 

Stjórn leggur til eftirfarandi lagabreytingar.

Grein 3.1.er nú eftirfarandi:

Aðalfund skal halda í seinni hluta apríl ár hvert. Hann skal boða með dagskrá ásamt tillögum um lagabreytingar með tveggja vikna fyrirvara hið minnsta.

Dagskrá aðalfundar skal vera:

  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Reikningar félagsins bornir upp til samþykktar.
  3. Árgjald ákveðið.
  4. Lagabreytingar.
  5. Kosning stjórnar og varamanns.
  6. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
  7. Önnur mál.

En skal framvegis vera:
Aðalfund skal halda í seinni hluta apríl ár hvert. Hann skal boða með dagskrá ásamt tillögum um lagabreytingar með tveggja vikna fyrirvara hið minnsta.

Dagskrá aðalfundar skal vera:

  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Reikningar félagsins bornir upp til samþykktar.
  3. Árgjald ákveðið.
  4. Lagabreytingar.
  5. Kosning stjórnar
  6. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
  7. Önnur mál.

Undir Dagskrá aðalfundar – lið 5. skal því nú einungis standa “Kosning stjórnar”, en “og varamanns” dettur út, enda er enginn varamaður í stjórn.

Grein 3.3 er nú eftirfarandi:

Tillögur um lagabreytingar þurfa að berast stjórn félagsins eigi síðar en 15. mars, þ.e.a.s. einum mánuði fyrir aðalfund. Stjórninni ber að senda innkomnar tillögur um lagabreytingar til félagsmanna með fundarboði.

En skal framvegis vera:

Tillögur um lagabreytingar þurfa að berast stjórn félagsins eigi síðar en 15. mars. Stjórninni ber að senda innkomnar tillögur um lagabreytingar til félagsmanna með fundarboði.

“þ.e.a.s. einum mánuði fyrir aðalfund”, dettur út, enda kveður á í lögunum að aðalfundur skuli haldin í seinni hluta apríl, en ekki er tilgreind dagsetning og á þessi textabútur því ekki við.

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík