Á vegum Félags um skjalastjórn er kominn til starfa vinnuhópur um nýja persónuverndarlöggjöf. Ný persónuverndarlög eiga að taka gildi í lok maí 2018. Í hópnum eru Alexandra Þórlindsdóttir, Ásgerður Kjartansdóttir, Hrafnhildur Stefánsdóttir, Ingibjörg Þráinsdóttir, Njörður Sigurðsson, Ragna Kemp Haraldsdóttir og Svanfríður Franklínsdóttir.

Tilgangur hópsins er að skoða aðkomu skjalastjóra og þeirra sem sýsla með persónuupplýsingar í tengslum við þessa nýju löggjöf. Eitt af fyrstu verkefnum hópsins er að skipuleggja fræðslufund sem haldinn verður fimmtudaginn 22. febrúar nk. og verður nánar auglýstur síðar. Félagið hvetur alla félagsmenn til að kynna sér þessa nýju löggjöf og hvernig hún mun hafa áhrif á störf skjalastjóra. Á vefsíðu Persónuverndar er að finna mikið fræðsluefni www.personuvernd.is.

Vinnuhópurinn tekur fagnandi við ábendingum félagsmanna um hvers konar fræðslu þeir óska eftir í tengslum við þessa nýju löggjöf.

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík