Aðalfundur Félags um skjalastjórn var haldinn í húsnæði Sjóvár 29. apríl 2015 kl. 17.00.  Rúmlega 30 félagsmenn mættu á fundinn og nutu þess sem í boði var. Fundurinn hófst á því að Þorgerður Magnúsdóttir hélt afar áhugaverðan fyrirlestur um skjalastjórn Sjóvár. Eftir það hófust hefðbundinn aðalfundarstörf, stjórnin flutti skýrslur nefnda, ársreikingur var samþykktur, ákveðið var að árgjald yrði það sama og í fyrra og síðan voru eftirtaldir aðilar kosnir í stjórn og nefndir.

Þorgerður Magnúsdóttir - formaður

Hrafnhildur Stefánsdóttir - varaformaður

Alexandra Þórlindsdóttir

Harpa Sólbjört Másdóttir

Árni Jóhannsson

Kristjana Nanna Jónsdóttir

Sóley Sverrisdóttir - ritnefnd

Unnur Sigurðardóttir - ritnefnd

Jóhann Gíslason - fræðslunefnd

Kristjana Eyjólfsdóttir - fræðslunefnd

Þóra Björk Eysteinsdóttir - fræðslunefnd

Í lok Aðalfundarins voru þær Ragnhildur Bragadóttir og Kristín Geirsdóttir heiðraðar ern þær voru í hóp stofnenda félagsins. Við þökkum gestum okkar kærlega fyrir komuna, þökkum Þorgerði fyrir fræðandi fyrirlestur, þökkum fráfarandi stjórn kærlega fyrir vel unnin störf og óskum núverandi stjórn velfarnaðar í starfi.

Sjá myndir af fundinum hér

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík