Ágætu félagar.

Stjórn Félags um skjalastjórn boðar til aðalfundar þann 10. september 2020 kl. 17.

Vegna covid-19 þá verður fundurinn að þessu sinni haldinn á Teams. Ekki þarf að vera með Teams uppsett á tölvu til að geta horft á fundinn. Hlekkur á fundinn verður sendur í gegnum fundarboð.

Hér að neðan má sjá dagskrá fundarins - endilega tilkynnið þátttöku ykkar sem fyrst með því að skrá ykkur á heimasíðunni okkar:

http://irma.is/index.php/events/event/51-streymi-adhalfundur-a-teams-10-september

Notendur þurfa að vera innskráðir til að geta skráð sig.

Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar.
2. Reikningar félagsins bornir upp til samþykktar.
3. Árgjald ákveðið.
4. Lagabreytingar.
5. Kosning stjórnar og varamanns.
6. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
7. Önnur mál.

Stjórnin leggur ekki til neinar lagabreytingar en ef einhver óskar eftir lagabreytingum, vinsamlegast hafið þá samband við stjórnina fyrir fundinn svo hægt sé að kynna þær.

Við munum nota litlar kannarnir til að samþykkja atriði fundarins.

Framboð í stjórn eru eftirfarandi:

  • Valey Jökulsdóttir býður sig fram sem formaður.
  • Már Einarsson býður sig fram sem varaformaður (og er þá einnig formaður fræðslunefndar).
  • Andrea Ásgeirsdóttir býður sig fram sem vefstjóra (og þá einnig sem formaður ritnefndar).
  • Elín Sigurðardóttir býður sig fram sem gjaldkera.
  • Lísbet Kristinsdóttir býðir sig fram sem meðstjórnanda.
  • Hulda Bjarnadóttir býðir sig fram sem ritara.

Framboð í nefndir:

  • Þorgerður Magnúsdóttir býður sig fram í fræðslunefnd.
  • Jóna Kristín Ámundadóttir býður sig fram í ritnefnd.

Við hlökkum til að sjá sem flesta,
kveðja stjórnin.

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík