Aðalfundur Félags um skjalastjórn var haldinn í sal Þjóðskjalasafns Íslands í dag 29. apríl 2014 kl. 17.00. Um 30 félagsmenn mættu á fundinn og nutu þess sem í boði var. Fundurinn hófst á því að Gunnhildur Lilja Sigmundsdóttir skjalastjóri Motus kynnti ritgerð sína „Það er algjört lykilatriði fyrir okkur að skjala“ viðhorf gæðastjóra til ISO 9001 og skjalastjórnunar“. Erindið var mjög áhugavert og þökkum við Gunnhildi afar vel fyrir. Síðan hófust hefðbundin aðalfundarstörf, stjórnin flutti skýrslur nefnda, ársreikningur var samþykktur, ákveðið var að árgjald yrði það sama og í fyrra, lagabreytingar voru samþykktar og fólk kosið í stjórn og nefndir.

Eftirfarandi aðilar munu starfa í stjórn og nefndum starfsárið 2014-2015:

Eva Ósk Ármannsdóttir núverandi formaður bauð sig áfram sem formaður. Bergný Jóna Sævarsdóttir bauð sig fram sem varaformann. Árni Jóhannsson bauð sig fram í stjórn. Harpa Sólbjört Másdóttir bauð sig fram í stjórn . Sólveig G. Jörgensdóttir bauð sig áfram í stjórn. Þorgerður Magnúsdóttir bauð sig áfram í stjórn. Í ritnefnd buðu sig fram Sigrún Guðmundsdóttir og Kristjana Nanna Jónsdóttir. Í fræðslunefnd buðu sig fram Magnea Davíðsdóttir og Laufey Ásgrímsdóttir. Að lokum mætti grínistinn Þorsteinn Guðmundsson og flutti afar fyndið og vel heppnað grín.  Við þökkum Þorsteini kærlega fyrir skemmtunina.

Aðalfundargerð, skýrsla stjórnar og skýrslur nefnda verða síðan birtar á síðu félagsins.

Hér má sjá myndir frá Aðalfundinum.

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík