Aðalfundur Félags um skjalastjórn verður haldinn þann 30. apríl 2013 kl. 17.00.

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf

1. Skýrsla stjórnar

2. Reikningar félagsins bornir upp til samþykktar

3. Árgjald ákveðið

4. Lagabreytingar

5. Kosning stjórnar

6. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga

7. Önnur mál

Staðsetning og nánari dagskrá verður auglýst síðar. Léttar veitingar verða í boði félagsins.

Fyrir liggur að breytingar verða á stjórn og nefndum félagsins fyrir næsta starfsár. Þeir sem hafa áhuga á skemmtilegu starfi í þágu félagsins mega gjarnan hafa samband við stjórn.

Netföng stjórnarmanna má nálgast hér á vefsíðunni: netföng

Athugið að atkvæðisrétt á aðalfundi hafa þeir sem eru skuldlausir við félagið.

Bestu kveðjur,

Stjórn Félags um skjalastjórn

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík