26.
apríl 2012Skýrsla Fræðslunefndar 2011-2012

Fræðslunefnd starfsárið 2011-2012 var skipuð Guðrúnu
Birnu Guðmundsdóttur sem var formaður, Ingu Dís Karlsdóttur og Örnu
Eggertsdóttur. Fræðslufundir þessa vetrar voru allir í hádeginu. Fundartími var
frá 11.45 til 13.00, fyrirlestrar hófust kl. 12.10. Fræðslunefnd ákvað að rýmka
fundartímann og gefa tíma fyrir spjall áður en fyrirlestar hófust. Almenn
ánægja virtist vera þetta fyrirkomulag og áhugavert var hve margir gáfu sér tíma
til að spjalla og njóta veitinga í upphafi funda.Fyrsti fræðslufundur vetrarins var í september. Þá kynnti Halla Björk
Baldursdóttir, forstöðu­maður rafrænnar stjórnsýslu hjá Þjóðskrá Íslands
„Rafræn
stjórnsýsla–island.is“. Fundurinn
var í Þjóðskjalasafn Íslands og fundarmenn rúmlega
30. Í október flutti Marta Birna Baldursdóttir gæðastjóri hjá
Innanríkisráðuneytinu erindi um undirbúning og framkvæmd sameiningar ráðuneyta
og hvernig til tókst. Fundurinn var í Þjóðarbókhlöðunni og fundarmenn voru um
30.Í nóvember
flutti Elín Ósk Helgadóttir,
lögfræðingur í  Forsætisráðneytinu erindi
um reglur um skráningu og ábyrgð skjalastjóra. Fundurinn var í Þjóðskjalasafni Íslands
og fundarmenn voru um 50. Jólafundur var í desember. Þar flutti Anna Lóa Ólafsdóttir, náms- og
starfsráðgjafi erindi sem hún kallaði “Hamingja
er hér” og Lísbet Einarsdóttir frá Lectura fór í gegnum hvernig við getum best
skilið hvort annað og hristi hún svo sannarlega upp í mannskapnum. Í janúar var Trausti Fannar Valsson, lektor við lagadeild Háskóla
Íslands og formaður úrskurðanefndar um upplýsingamál með erindi sem fjallaði um
„Hvað eru vinnuskjöl samkvæmt
stjórnsýslu- og upplýsingalögum?“ Fundurinn var sá fjölmennasti á vetrinum og
var haldinn í Þjóðarbókhlöðunni, fundarmenn voru um 80.Í febrúar var farið óhefðbundin leið með fundarefni
svo kallað „Spjallborð skjalastjóra“. Á fundinum miðluðu þrír félagsmenn, með
mikla reynslu í skjalamálum reynslu sinni og þekkingu. Edda Rúna Kristjánsdóttir
frá Forsætisráðuneyti, Njörður Sigurðsson frá Þjóðskjalasafni, og Margrét Eva
Ármannsdóttir frá Eimskip. Þau gáfu okkur sína sýn á málefnin, „Vinnuskjöl, hvernig
eru þau meðhöndluð í raun og/eða á að vista þau?“, „Er raunhæft að prenta allt
út og er í raun allt prentað út hjá opinberur aðilum og hvernig háttar til hjá
einkaaðilum?“. Fundarmenn voru um 50 og augljóst að fundarefnið brann á
fundarmönnum. Miklar umræður spruttu og fundartími hefði mátt vera lengri. Fundurin
var haldinn í Þjóðarbókhlöðunni.Í
mars flutti Tryggvi R. Jónsson liðsstjóri áhættuþjónustu Deloitte
erindi um upplýsingaöryggi og skjalastjórnun. Fundurinn var í Þjóðskjalasafni
og fundarmenn voru rúmlega 40.
Hægt er
að nálgast glærur fundanna á heimsíðu félagsins.

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík