Í ritnefnd Félags um skjalastjórn starfsárið 2008-2009 störfuðu Hrafnhildur Tryggvadóttir, Heiðrún Dóra Eymundardóttir og Hafliði Ingason.

Nefndin hittist síðsumars 2008 og ræddi ýmsar hugmyndir til að gera vef félagsins virkari og meira lifandi. Fram komu hugmyndir eins og aukin áhersla á myndir á vefnum, spakmæli, listar yfir lokaverkefni í bókasafns- og upplýsingafræði við HÍ ásamt útdráttum, stutt viðtöl eða “nærmynd” af félagsmönnum og heimsóknir með umfjöllun um starfsvettvang skjalastjóra.

Unnið var við uppfærslu efnis á vefnum og birtar stuttar frásagnir af fræðslufundum og heimsóknum vetrarins. Meðal stærri greina og viðtala eru ávörp formanns frá afmælishófi í Þjóðmenningarhúsi og afmælisráðstefnu á Grand Hótel Reykjavík auk viðtals við Hanns Köhler-Krüner og frásagnar Daldísar Ýrar og Guðbjargar af ARMA ráðstefnunni í Las Vegas.

Heiðrún Dóra Eymundardóttir tók margar góðar myndir á viðburðum á vegum félagsins síðastliðinn vetur. Mikið efni hefur þannig bæst í myndaalbúmin á vef félagsins. Þau voru einnig dregin fram á forsíðunni þar sem myndir rúlla nú í þremur gluggum hægra megin við miðju.

Öll eldri hefti Fréttabréfsins hafa verið skönnuð og birt á vefnum. Eygló Hulda Valdimarsdóttir, nemi í bókasafns- og upplýsingafræði, er að gera sem lokaverkefni skrá yfir innihald fréttabréfanna þar sem hægt  verður að leita eftir höfundi, titli og efnisorðum svo eitthvað sé nefnt. Skráin verður aðgengileg á vef félagsins.

Spakmælaglugga var komið fyrir í vinstri borðanum þar sem birtast fleygar setningar tengdar skipulagningu og skjölum.

Minna varð úr hugmyndum um stutt viðtöl við félagsmenn og heimsóknir á vinnustaði þeirra og ekki er búið að vinna úr lista frá Jóhönnu Gunnlaugsdóttur yfir lokaverkefni á sviði skjalastjórnar.

Fyrir hönd ritnefndar
Hrafnhildur Tryggvadóttir

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík