Í fræðslunefnd Félags um skjalastjórn veturinn 2008-2009 störfuðu Guðrún Erlendsdóttir, Halldóra Kristbergsdóttir og Magnea Davíðsdóttir. 

Eini formlegi fundur nefndarinnar var hugarflæðisfundur haustið 2008 og ákveðið að blanda saman fræðsluerindum og heimsóknum í stofnanir og fyrirtæki. Eftir fundinn voru lögð drög að dagskrá vetrarins sem stóðst til vors. Önnur samskipti stjórnarmanna fóru fram með tölvupósti.

Boðun funda fór fram í gegnum póstlista Félags um Skjalastjórn og jafnframt birt á vef félagsins. Gerð var grein fyrir fræðsluerindum og heimsóknum á vef félagsins ásamt myndum.

Samkvæmt venju voru fræðslufundir og heimsóknir í hádeginu fyrsta fimmtudag hvers mánaðar.  Boðið var uppá veitingar þ.e. samlokur og drykki til að auðvelda félagsmönnum þátttöku og mæltist það vel fyrir.
Fræðslufundir starfstímabilsins voru eftirfarandi:

4. september 2008,  Markmiðasetning - Ingrid Kuhlman frá Þekkingarmiðlun
Fyrsti fræðslufundur vetrarins var í hádeginu 4. september 2008 í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðunnar en þar fjallaði Ingrid Kuhlman ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun um mikilvægi þess að setja sér markmið, bæði í starfi og einkalífi. 
Fjöldi gesta var 33 +

2. október 2008  Heimsókn til Sjóvá - Sólveig Magnúsdóttir skjalastjóri tók á móti gestum í forvarnarhúsi Sjóva og  fjallaði um innleiðingu á Sharepoint hugbúnaðinum. Hún gerði grein fyrir starfsemi fyrirtækisins og lýsti því næst þarfagreiningu og innleiðingarferli. Að lokum sýndi hún fundarmönnum Sharepoint og fór yfir þá möguleika sem Sharepoint býður uppá við stjórn skjala. 
Fjöldi gesta var 35 +

8. janúar 2009, var boðið uppá rútuferð til Reykjanesbæjar þar sem starfsemi Gagnavörslunnar ehf. var kynnt. Brynja Guðmundsdóttir og Gunnhildur Manfreðsdóttir tóku á móti hópnum og kynntu starfsemina en Gagnavarslan er þekkingarfyrirtæki á sviði skjalastjórnar og varðveislu gagna.  Fyrirtækið er staðsett í húsnæði á gamla varnarsvæðinu og vinnur náið með Reykjanesbæ og varðveitir m.a. muni frá byggðasafninu og eldri skjöl bæjarfélagins. 
Fjöldi gesta var 40 + 

5. febrúar 2009, fræðsluerindið „Rafrænar umsóknir í menntamálaráðuneyti“ fór fram í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðunnar þann 5. febrúar sl.  Ásgerður Kjartansdóttir, deildarstjóri í menntamálaráðuneyti, fjallaði um undirbúning og innleiðingu rafrænna umsókna í ráðuneytinu.  Ásgerður gerði grein fyrir með hvaða hætti rafrænar umsóknir berast í gegnum vef ráðuneytisins og lýsti því verklagi sem viðhaft er. Hún ræddi einnig um samstarf við Þjóðskjalasafn og frekari þróun á þessu sviði. 
Fjöldi gesta: 30 +

26. mars 2009,  síðasti fræðslufundur starfsárins var haldinn í höfuðstöðvum Össurar. Unnur Rannveig Stefánsdóttir, skjalastjóri tók á móti gestum og gerði grein fyrir starfsemi fyrirtækisins og stöðu og þróun skjalamála innan þess.  Hún ræddi um innleiðingu Sharepoint og hvernig Sharepoint  heldur utanum sameiginleg verkefni og skjöl á þeim starfsstöðvum sem nú eru víðsvegar um heiminn.
Fjöldi gesta: 30 +

Hægt er að nálgast glærur, myndir og frekari fróðleik um fyrirlestra og heimsóknir á vef félagsins.
Ég þakka samstarfskonum mínum þeim Guðrúnu og Halldóru gott samstarf.

Magnea Davíðsdóttir 
Formaður fræðslunefndar.

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík