Í fræðslunefnd Félags um skjalastjórn störfuðu Hrafnhildur Tryggvadóttir, Bríet Pálsdóttir og Ásdís  Paulsdóttir. Fjöldi funda yfir veturinn voru þrír ásamt mörgum tölvupóstssamskiptum.

Fyrsti fundur nefndarinnar var hugarflæðisfundur fyrir efnistök vetrarins og var niðurstaða hans að þema starfsársins 2007-2008 yrði „Skjalastjóri sem verkefnastjóri og liðsstjóri“ Ákveðið var að hafa ekki fræðslufund í október þar sem Gopro-ráðstefna var þá. Allar tilkynningar um fundarefni og boðun fóru í gegnum póstlista Félags um Skjalastjórn og jafnframt birt á vef félagsins.

Samkvæmt venju voru fræðslufundirnir haldnir í hádeginu í byrjun hvers mánaðar ýmist fyrsta miðvikudag eða fimmtudag eftir því sem hentaði hverju sinni. Sú nýbreytni var tekin upp að FUSS bauð upp á samlokur og drykki í hádeginu til að auðvelda félagsmönnum þátttöku á fundum og mæltist það vel fyrir.

Fræðslufundir starfstímabilsins voru eftirfarandi:

8. nóvember ´07, Innleiðing á One System, Magnea Davíðsdóttir, skjalastjóri.
Undibúningur og innleiðing skjalastjórnunarkerfisins One System á árunum 2005-2008. Magnea lýsti reynslu sinni af notkun kerfisins, og annarra þátta í innleiðingarferlinu sbr. stýrihóps innan VR, skjalatalningu og endurskoðun bréfalykils.
VR, fundarsalur.
Fjöldi gesta: +33 manns

6. desember ´07, Tímastjórnun – Dr. Haukur Ingi Jónasson, HÍ,  verkfræðideild.
Erindi um nálgun sjálfsins í aðkomu og tímaafmörkun á verkefnum með áherslum úr guðfræði, sálfræði og verkfræði.
Lbs - Hbs
Fjöldi gesta: +30 manns

9. janúar ´08, Verkefnastjórnun – dr. Helgi Þór Ingason, HÍ, verkfræðideild.
Aðferðafræði verkefnastjórnunar.
Lbs - Hbs
Fjöldi gesta: +35

7. febrúar ´08,  „ECM * E to E / NW = Heildarlausnin er ekki til“ – Hafliði Ingason, skjala- og þekkingarstjóri.
Undirbúnings og innleiðingarferli á Microsoft SharePoint hjá Icebank,sem innri vefur,  skjala- og hópvinnukerfi. Fjallað var um mikilvægi grasrótarkerfa (Active Directory) og aðferðafræði við innleiðingu rafræns skjalastjórnunarkerfis Icebank, greining, stöðu og framtíðarsýn.
Fræðslumiðstöð Sparisjóðanna, Rauðarárstíg 27, Reykjavík.
Fjöldi gesta : +51

6. mars, Hamingjusamur hópur – Sigurjón Þórðarsonm, ráðgjafi frá Capacent.
Umfjöllunarefni var um samskipti á vinnustað og hvernig stuðla má að því að hópar nái framúrskarandi árangri.
Lbs – Hbs
Fjöldi gesta: +30

29. apríl, Hvers vegna siðareglur? – Jón Kalmansson
Aðalfundur FUSS
Kornhlaðan

Flest alla fyrirlestrana er hægt að nálgast á vef FUSS www.irma.is undir Fróðleikur -> fræðsluerindi – glærur.

Samstarfskonum mínum í nefndinni þakka ég sérlega gott samstarf.

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík