Aðalfundur Félags um skjalastjórn var haldinn fimmtudaginn 26. apríl sl. Eftirfarandi voru kjörnir í stjórn á aðalfundi félagsins:

Ingibjörg Hallbjörnsdóttir, formaður

Ásdís Paulsdóttir, varaformaður

Bryndís Steinsson, gjaldkeri

Magnea Davíðsdóttir, meðstjórnandi,

Rut Jónsdóttir, ritari

Kristín Ósk Hlynsdóttir, varamaður.

Inga Dís Karlsdóttir lét af embætti sem fomaður en við embættinu tók Ingibjörg Hallbjörnsdóttir. Arna M. Eggertsdóttir hætti sem ritari og í hennar stað kom Rut Jónsdóttir og Edda Rúna Kristjánsdóttir hætti sem varamaður og við tók Kristín Ósk Hlynsdóttir. Auk Ingibjargar og Rutar er Ásdís Paulsdóttir ný í stjórninni.

Aðalfundurinn var ágætlega sóttur, en að loknum aðalfundarstörfum var boðið upp á veitingar. Að loknum aðalfundarstörfum hélt Aðalheiður Héðinsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Kaffitárs erindið "Um myndun tengslaneta" sem vakti mikla lukku á meðal fundarmanna.

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík