Í ritnefnd störfuðu: Anna María Sigurðardóttir, Kristianna Jessen og Sæunn Ólafsdóttir. Sæunn og Kristianna höfðu umsjón með fréttaöflun, en Anna María sá um umbrot og útlitshönnun.

Á starfsárinu voru útgefin tvö tölublöð fréttabréfs Félags um skjalastjórnun. Það fyrra kom út í desember og var 4 síður, en hið síðara var gefið út í mars og taldi 7 síður. Ritnefnd hittist alls 6 sinnum eða í 3 skipti í undirbúningi hvors tölublaðs.

Í fyrsta skipti var ákveðið á þessu starfsári að gefa fréttabréfið einungis út á rafrænu formi og veita aðgang að því á heimasíðu félagsins, Irma.is. Reynsla ritnefndar af þessu fyrirkomulagi var góð, vinnsla fréttabréfsins einfaldaðist töluvert auk þess sem fyrirkomulagið bauð upp á  sveigjanleika varðandi t.d. umbrot og útlitshönnun.

Rafræn útgáfa einfaldaði einnig til mikilla muna umsýslu útgefins efnis. Var til að mynda ekki þörf á neinni aðkeyptri þjónustu, s.s. prentun eða dreifingu. Ritnefndarmeðlimir gátu sjálfir annast alla þætti vinnslunnar og kostnaður við útgáfu fréttabréfsins var því enginn fyrir félagið.

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík