Í fræðslunefnd störfuðu á árinu þrír nefndarmenn; Gígja Árnadóttir, Ingunn Mjöll Birgisdóttir og Kristín Ósk Hlynsdóttir varaformaður sem jafnframt var formaður nefndarinnar.

Fræðslunefndin skipuleggur yfirleitt vetrardagskrá með hefðbundnum hætti þar sem fræðsluefni, praktísk erindi og heimsóknir fá hvert sinn sess. Stefnt var að því að halda 5-6 fræðslufundi auk aðalfundar en í ár skipulagði félagið ráðstefnu og málþing sem hafði áhrif á dagskrána sem tók breytingum þegar leið á veturinn. Höfðu þar nokkuð að segja málefni sem brýnt var að fjalla um eins og eftirlitshlutverk Þjóðskjalasafns og málþing sem haldið var í samstarfi við Borgarskjalasafn, Þjóðskjalasafn og Lykil. Gerð var tilraun til að endurvekja jólafundi en vegna ónógrar þátttöku féll hann niður. Erindið sem halda átti þá verður í staðinn haldið hér í dag.

Á árinu var gerð var tilraun með að færa fundina framar í tíma og voru þeir haldnir frá kl. 11-12 í stað 12-13 eins og áður og virtist nýji tíminn ekki henta síður. Ný fræðslunefnd mun væntanlega taka ákvörðun um tímasetningar fræðslufunda á komandi ári.

Haldnir voru fjórir fræðslufundir. 
Fyrsti fundur var haldinn 7. september 2006 í Þjóðmenningarhúsi. Þar hélt Ingibjörg Guðjónsdóttir, skjalastjóri hjá Kauphöll Íslands fyrirlestur undir heitinu “Skjala- og þekkingarstjórn í Kauphöll Íslands. 20 gestir sóttu fundinn.

Annar fundur var í formi heimsóknar til Íbúðalánasjóðs þann 5. október 2006 þar sem Guðmundur Guðmarsson, skjalastjóri kynnti skjalastjórn hjá Íbúðalánasjóði. Fundinn sóttu 29 gestir.
  
Þriðji fundur var haldinn 2. nóvember 2006 í Þjóðarbókhlöðu þar sem Ingibjörg Hallbjörnsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur hjá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti flutti erindið Skjalastjórn hjá opinberum stofnunum: eftirlits og ráðgjafarhlutverk Þjóðskjalasafns. 34 gestir sótti fundinn.

Fjórði fundur var haldinn 1. mars 2007 í Þjóðarbókhlöðu. Gunnhildur Manfreðsdóttir flutti þar erindi um skjalastjórn ljósmynda. Fundinn sóttu 31 gestur.

Fræðslunefnd undirbjó einnig aðalfund í Lækjarbrekku og hér mun Aðalheiður Héðinsdóttir, forstjóri og kaffimeistari hjá Kaffitári fræða fundargesti um myndun tenglsnaneta.

Að síðustu vil ég þakka Gígju og Ingunni Mjöll fyrir samstarfið í vetur en við ljúkum nú störfum sem meðlimir fræðslunefndar.

Fyrir hönd fræðslunefndar
Kristín Ósk Hlynsdóttir, varaformaður.
Reykjavík, 23. apríl 2007

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík