Í fræðslunefnd störfuðu á árinu þrír nefndarmenn eða þær Gígja Árnadóttir, Dagrún Árnadóttir og Kristín Ósk Hlynsdóttir varaformaður sem jafnframt var formaður nefndarinnar.

Fræðslunefndin skipulagði vetrardagskrá með hefðbundnum hætti þar sem blandað var saman hæfilegu magni af heimsóknum, fræðsluefni og praktískum erindum. Fundirnir voru með einni undantekningu haldnir í hádeginu á fimmtudögum eins og hefð hefur skapast fyrir.  Vegna fjölda áskorana var einnig var boðað til “hittings” í Perlunni en reyndist áhugi ekki mikill þegar upp var staðið.

Haldnir voru fimm fundir.

Fyrsti fundur var haldinn 6. október 2005 í Landsvirkjun þar sem Gunnhildur Manfreðsdóttir, deildarstjóri upplýsingamiðstöðvar og Anna Elín Bjarkadóttir, bókasafnsfræðingur kynntu starfsemi upplýsingamiðstöðvar Landsvirkjunar. Veitingar voru í boði Landsvirkjunar.  39 gestir sótti fundinn

Annar fundur var haldinn 3. nóvember 2005 í Þjóðarbókhlöðu þar sem Inga Dís Karlsdóttir, skjalastjóri ÁTVR, deildarstjóri upplýsingamiðstöðvar og Anna Elín Bjarkadóttir, bókasafnsfræðingurfjölluðu um innleiðingarferli ÍST ISO 1549 skjalastjórnunarstaðalsins.  41 gestur sótti fundinn.

Þriðji fundur var haldinn 12. janúar 2006 í Þjóðarbókhlöðu þar sem Kristín Ósk Hlynsdóttir, vefstjóri og skjalastjóri hjá Fasteignamati ríkisins fjallaði um uppbyggingu og utanumhald innri vefja.  64 gestir sóttu fundinn.

Fjórði fundur var haldinn 16. febrúar 2006 í KB banka þar sem Svava H. Friðgeirsdóttir, skjalastjóri fjallaði um skjöl í fjármálaumhverfi. 18 gestir sóttu fundinn.

Fimmti fundur var haldinn 2. mars 2006 í Þjóðarbókhlöðu þar sem Jóhanna Gunnlaugsdóttir, lektor við HÍ fjallaði um innleiðingarferli skjalastjórnunarkerfa. 54 gestir sóttu fundinn.

Fræðslunefnd undirbjó einnig aðalfund í Þjóðmenningarhúsi og fékk Steinunni Stefánsdóttur til þess að kenna fundarmönnum að selja skjalastjórn.

Fræðslunefnd kom að óformlegri skipun ráðstefnunefndar sem kom með tillögur að efni fyrir fyrirhugaða ráðstefnu eða málstofu næstkomandi haust. Það verður verk nýrrar stjórnar að fara yfir þær tillögur og meta hvort unnt sé að halda ráðstefnu eða málstofu í haust.

Að síðustu vil ég þakka Gígju og Dagrúnu fyrir samstarfið í vetur en við munum allar halda ótrauðar saman næsta haust og hlökkum til að skipuleggja fræðslustarf vetrarins.

Fyrir hönd fræðslunefndar

Kristín Ósk Hlynsdóttir, varaformaður.

Reykjavík, 4. maí 2006

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík