Föstudaginn 6. desember 2013 blés Félag um skjalastjórn til afmælisfagnaðar í Iðnó til að halda upp á 25 ára afmæli sitt. Héraðsskjalaverðir árna félaginu heilla á þessum tímamótum.

Félagið var stofnað þann 6. desember árið 1988. Stofnfélagar voru 57 talsins en félagsmenn eru nú yfir 250 talsins. Það var Áhugahópur um skjalastjórn sem undirbjó stofnun félagsins en hann hafði þá starfað um 18 mánaða skeið og staðið fyrir fræðslu um skjalastjórn, meðal annars fengið hingað til lands bandarískan fyrirlesara.

Markmið Félags um skjalastjórn er að efla þekkingu og skilning á skjalastjórn hjá einstaklingum, fyrirtækjum og opinberum aðilum; ennfremur að efla tengsl þeirra sem starfa við skjalasöfn og stuðla að samvinnu þeirra á milli. Félagið stendur fyrir námstefnum og fræðslufundum um ýmsa þætti skjalastjórnar. Aðild að félaginu er opin öllum þeim sem eru hlynntir markmiðum félagsins.

Á afmælisfagnaðinum tilkynnti Eva Ósk Ármannsdóttir formaður Félags um skjalastjórn að stjórn félagsins hefði ákveðið að gera Kristínu Hagalín Ólafsdóttur og Svanhildi Bogadóttur gerðar að heiðursfélögum félagsins fyrir frumkvöðlastarf þeirra við stofnun félagsins og störf þeirra að skjalamálum síðastliðin 25 ár.

Lesa nánar hér




Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík