Aðalfundur Félags um skjalastjórn fyrir starfsárið 2016 – 2017 var haldinn þann 27. apríl 2017.

Fundurinn fór fram í húsnæði Orkustofnunar að Grensásvegi 9 í Reykjavík og voru um 14 félagsmenn mættir.

Kristjana Nanna Jónsdóttir, formaður félagsins setti fundinn og tilnefndi Ingibjörgu Þráinsdóttur sem fundarstjóra og samþykkti fundurinn þá tillögu. Erna Björg Smáradóttir var fundarritari.

Fundurinn hófst á skýrslu stjórnar, sem Kristjana Nanna, formaður félagsins flutti. Þar næst flutti Hrafnhildur Stefánsdóttir formaður fræðslunefndar, skýrslu fræðslunefndar og Erna Björg Smáradóttir, formaður ritnefndar flutti skýrslu ritnefndar.

Árni Jóhannesson fór yfir ársreikninga félagsins og voru þeir síðan bornir undir aðalfundinn og samþykktir.

Lagt var til að félagsgjöld yrðu óbreytt og var það samþykkt einróma.

Því næst fór fram stjórnarkjör en eftirfarandi voru kosnir í stjórn,

  • Kristjana Nanna Jónsdóttir, formaður
  • Hrafnhildur Stefánsdóttir, varaformaður
  • Lísbet Kristinsdóttir
  • Erna Björg Smáradóttir
  • Árni Jóhannesson
  • Sara Halldórsdóttir

Ritnefnd

  • Karen Gyða Guðmundsdóttir
  • Auður Halldórsdóttir

Fræðslunefnd

  • Ingibjörg Hrund Þráinsdóttir
  • Kristjana Eyjólfsdóttir
  • Eygló Hulda Valdimarsdóttir

Skoðunarmenn reikninga:

  • Dagrún Ellen Árnadóttir
  • Ingibjög  Sverrisdóttir

Nálgast má skýrslur stjórnar- og nefnda ásamt fundargerð undir Um félagið -> Aðalfundir, hér á heimasíðu félagsins.

Er fráfarandi stjórnar- og nefndarmönnum þakkað kærlega fyrir sitt framlag og nýir aðilar boðnir velkomnir til starfa.

Að loknum hefðbundum aðalfundarstörfum fengum við góðan gest, Hjört  Þorgilsson hjá Icepro sem hélt fyrir okkur erindi um Rafræna opinbera þjónustu og tengingu við verkefnið um stafræna Evrópu 2020. Kunnum við honum bestu þakkir fyrir afar áhugavert erindi.

Grein Jóhönnu Gunnlaugsdóttur Government Secrecy: Public attitudes toward information provided by the authorities sem birtist í Records Management Journal 2015 Vol 25 2 E hefur hlotið verðlaunin Outstanding Paper in the 2016 Emerald Literati Network Awards for Excellence. Ókeypis aðgangur verður að greininni í heilt ár en hana má finna hér: 

http://www.emeraldinsight.com/doi/full/10.1108/RMJ-07-2014-0032 

Um verðlaunin The Emerald Literati Awards og hvernig vinningshafar eru valdir:
http://www.emeraldgrouppublishing.com/authors/literati/index.htm 

Allir vinningshafar ársins 2016:
http://www.emeraldgrouppublishing.com/authors/literati/awards.htm?year=2016

Félag um skjalastjórn óskar Jóhönnu Gunnlaugsdóttur innilega til hamingju með þessa frábæru viðurkenningu!

Grein Jóhönnu Gunnlaugsdóttur Government Secrecy: Public attitudes toward nformation provided by the authorities sem birtist í Records Management Journal 2015 Vol 25 2 E hefur hlotið verðlaunin Outstanding Paper in the 2016 Emerald Literati Network Awards for Excellence. Ókeypis aðgangur verður að greininni í heilt ár en hana má finna hér: 
http://www.emeraldinsight.com/doi/full/10.1108/RMJ-07-2014-0032 

Um verðlaunin The Emerald Literati Awards og hvernig vinningshafar eru valdir:
http://www.emeraldgrouppublishing.com/authors/literati/index.htm 

Allir vinningshafar ársins 2016:
http://www.emeraldgrouppublishing.com/authors/literati/awards.htm?year=2016

Félag um skjalastjórn óskar Jóhönnu Gunnlaugsdóttur innilega til hamingju með þessa frábæru viðurkenningu!

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík