Næsti fræðslufundur Félags um skjalastjórn verður haldinn fimmtudaginn 23. janúar kl. 17 í Þjóðskjalasafni Íslands.

Hrefna Róbertsdóttir, þjóðskjalavörður kynnir áherslur og framtíðarsýn í starfi Þjóðskjalasafns Íslands á nýju ári, stofnun sem bæði er menningar- og stjórnsýslustofnun.

Vonast er til að það skapist fróðlegar og áhugaverðar umræður á fundinum. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Skráning hér.

Skráning í streymi hér


ATH: Félagsmenn þurfa að vera innskráðir til að geta skráð sig á viðburðinn

Hlökkum til að sjá ykkur!

Næsti fræðslufundur Félags um skjalastjórn verður haldinn þriðjudaginn 15. október kl. 12 í Þjóðskjalasafni Íslands.

Elín Dögg Guðjónsdóttir, skjalastjóri Akureyrarbæjar, segir okkur frá grisjunarheimildum sem Akureyrarbær hefur fengið og hvernig staðið er að grisjun þar.

Skráning hér.
Skráning í streymi hér.


ATH: Félagsmenn þurfa að vera innskráðir til að geta skráð sig á viðburðinn

Hlökkum til að sjá ykkur!

 

 

Næsti fræðslufundur Félags um skjalastjórn verður haldinn þriðjudaginn 19. nóvember kl. 12 í Þjóðskjalasafni Íslands.

Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar starfar í skylduskilum á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Hún sér þar um rafræn skylduskil en mikil aukning hefur verið á útgáfu efnis á rafrænu formi. Stofnanir og fyrirtæki gefa æ oftar út bækur, skýrslur, bæklinga og fleira á rafrænu formi frekar en að efni sé gefið út á prenti. Vegna þessa hefur mikilvægi rafrænna skylduskila aukist en efni sem gefið er út rafrænt, hvort sem það er eingöngu gefið út rafrænt eða einnig á prenti, er skilaskylt.
Kristjana mun í þessu fræðsluerindi fara yfir hvaða efni er skilaskylt frá stofnunum og fyrirtækjum ásamt því að fara yfir þær leiðir sem í boði eru við að skila rafrænu og prentuðu efni.
 

Skráning hér.
Skráning í streymi hér.


ATH: Félagsmenn þurfa að vera innskráðir til að geta skráð sig á viðburðinn

Hlökkum til að sjá ykkur!

Næsti fræðslufundur Félags um skjalastjórn verður haldinn þriðjudaginn 17. september kl. 12 í Þjóðskjalasafni Íslands.

Vinnsla persónuupplýsinga - helstu öryggisógnir og varnir gegn þeim
Fjallað verður um helstu öryggisógnir og varnir gegn þeim, sem allir þeir sem sýsla við persónuupplýsingar þyrftu að hafa í huga í starfi sínu í dag.

Svavar Ingi Hermannsson er einn af helstu sérfræðingum landsins í tölvuöryggismálum. Hann hefur sérhæft sig í hugbúnaðarþróun og upplýsingaöryggi undanfarin 20 ár og hefur gegnt ýmsum störfum tengt hugbúnaðarþróun og upplýsingaöryggisráðgjöf og hefur mikla reynslu í innbrotsprófunum, veikleikagreiningum, kóðarýni með tilliti til upplýsingaöryggis sem og innleiðingu og rekstri stjórnkerfa upplýsingaöryggis m.a. byggt á ISO/IEC 27001, PCI-DSS og PA-DSS.

Svavar hefur kennt við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík og var formaður faghóps um öryggismál hjá Skýrslutæknifélaginu 2007 – 2012. Svavar hefur haldið fjölda fyrirlestra á Íslandi, Þýskalandi, Svíþjóð, Bretlandi, Úkraínu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Bandaríkjunum, meðal annars á OWASP, ISC2 Secure Summits, BSides, Hacker Halted Europe og UISGCon.

Svavar er lífstíðarmeðlimur í OWASP og er með ýmsar gráður tengdar upplýsingaöryggi, meðal annars: CISSP, CISA, CISM og GSDA

 

Skráning hér.

Skráning í streymi hér.

ATH: Félagsmenn þurfa að vera innskráðir til að geta skráð sig á viðburðinn

Hlökkum til að sjá ykkur!

Heil og sæl
Félag um skjalasjórn fyrirhugar að halda
ráðstefnu þann 13. mars 2020. Við í ráðstefnunefnd félagsins óskum eftir því að
þú gefir þér 2 mínútur í að hjálpa okkur við að gera handa félagsmönnum og
öðrum sem að áhuga hafa áhugaverða og faglega ráðstefnudagskrá. Meðfylgjandi er
tengill á spurningakönnunina.
https://www.surveymonkey.com/r/LPQL7ZP

Könnunin verður opin til fimmtudagsins 10.10.2019.


Hafirðu einhverjar spurningar þá
endilega hafðu samband við okkur í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


Með fyrirfram þökk,
Svava H. Friðgeirsdóttir, Hulda
Bjarnadóttir, Jóhann V. Gíslason og Karen Gyða Guðmundsdóttir.

17. september kl. 12 – Öryggismál
Svavar Ingi Hermannsson, einn helstu sérfræðinga landsins í tölvumálum, ræðir helstu öryggisógnir og varnir gegn þeim sem allir þeir sem sýsla við persónuupplýsingar þyrftu að hafa í huga í starfi sínu í dag.

15. október kl. 12 – Grisjun og grisjunarheimildir
Elín Dögg Guðjónsdóttir, skjalastjóri Akureyrarbæjar, segir okkur frá grisjunarheimildum sem Akureyrarbær hefur fengið og hvernig staðið er að grisjun þar.

19. nóvember kl. 12 – Rafhlaðan, rafrænt varðveislusafn
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar, starfsmaður Landsbókasafns, fjallar um Rafhlöðuna, rafrænt varðveislusafn Landsbókasafns en ábyrgðin á skilum á útgefnu efni skipulagsheilda til Landsbókasafns hvílir mjög oft á herðum skjalastjóra.

Endilega takið þessar tímasetningar frá. Allir viðburðirnir verða kynntir nánar þegar líður að skráningu.

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík