Næsti fræðslufundur Félags um skjalastjórn verður haldinn fimmtudaginn 21. október kl. 12 í Þjóðskjalasafni Íslands. Einnig verður streymt frá fundinum.

Október er alþjóðlegur netöryggismánuður. Í tilefni af því og í ljósi mikillar umræðu um netöryggismál undanfarið hefur Félag um skjalastjórn fengið Guðmund Arnar Sigmundsson, sviðsstjóra netöryggissveitarinnar Cert-IS til að fjalla um netöryggi á næsta fræðslufundi félagsins. Erindi Guðmundar, sem ber heitið Öryggi gagna í stafrænum heimi, mun fjalla um eftirfarandi:

  • Almenn yfirferð á netöryggi. Hvað felst í orðinu og hvernig varpast það yfir á dagleg störf þeirra sem vinna með tölvur og netið?
  • Hverjar eru helstu ógnir og hvernig er best að varast þær.
  • Skýjalausnir eða sjálfhýsing?
  • Stutt yfirferð yfir starfsemi CERT-IS.

Skráning hér.
Skráning í streymi (Teams) hér.

ATH: Félagsmenn þurfa að vera innskráðir til að geta skráð sig á viðburðinn
Hlökkum til að sjá ykkur!

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík