Næsti fræðslufundur Félags um skjalastjórn verður haldinn þriðjudaginn 23. febrúar kl. 15  á Teams.

Gyða Ragnheiður Bergsdóttir, lögfræðingur mun koma og fræða okkur um persónuvernd og öryggisbresti.

Í erindinu verður fjallað um þá skyldu sem lögð var á ábyrgðaraðila með núgildandi persónuverndarlögum nr. 90/2018 að tilkynna öryggisbresti til Persónuverndar, og undantekningar frá henni.

Gerð verður meðal annars grein fyrir þeim kröfum sem tilkynningar um öryggisbresti verða að uppfylla, verklagi við meðferð þeirra hjá Persónuvernd og helstu tegundum þeirra öryggisbresta sem tilkynntir eru til stofnunarinnar. Þá verður sýnd tölfræði yfir þá 217 öryggisbresti sem tilkynntir voru til Persónuverndar á árinu 2020, en þar er annars vegar greint á milli öryggisbresta eftir tilkynnendum þeirra og hins vegar eftir tegundum þeirra.

Jafnframt verða reifuð dæmi frá Evrópska persónuverndarráðinu sem koma fram í nýjum leiðbeiningum ráðsins til að aðstoða ábyrgðaraðila við að meta hvenær nauðsynlegt er að tilkynna öryggisbrest til Persónuverndar og hvenær nauðsynlegt er að tilkynna öryggisbrest til hins skráða. Loks verða reifaðar þær tvær sektarákvarðanir sem Persónuvernd hefur lagt á ábyrgðaraðila vegna öryggisbresta.

Skráning á viðburðinn er hér.

 

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík