Næsti fræðslufundur Félags um skjalastjórn verður haldinn þriðjudaginn 17. nóvember kl. 12 í gegnum netið.

Að þessu sinni ætlum við að fræðast um persónuvernd og áhættumat sem framkvæma þarf í tengslum við m.a. tölvuforrit.

Jón Kristinn Ragnarsson verður með okkur og nefnist erindi hans "Samstarfs sveitarféalga í áhættumatsvinnu og hvernig það getur nýst á fleirum sviðum".

Jón Kristinn starfar sem ráðgjafi í áhættustýringu og persónuvernd og hefur gert um nokkurra ára skeið.  Seinustu ár hefur hann unnið hjá eigin fyrirtæki en fyrir það meðal annars hjá Capacent og Þekkingu. 

Í sumar vann hann að samstarfsverkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu þar sem smáforrit til kennslu voru áhættumetin.  Hann ætlar að segja frá því verkefni og möguleikum í framhaldi.

Skráning á fræðslufundinn hér 

Copyright © 2016 IRMA. All Rights Reserved. Hönnuð af Davið og Golíat.

Félag um skjalastjórn kt. 580189-2029 Pósthólf 8731, 128 Reykjavík